Viðskipta með stofnbréf SPRON hafa verið róleg en jöfn, eins og tekið er til orða í frétt á heimasíðu SPRON. Þar kemur fram að nú hafa 55,7% stofnfjárins skipt um eigendur frá því að viðskipti hófsut á stofnfjármarkaðinum í lok september. Síðustu viðskipti fóru fram á genginu 7,3 eftir að það hafði verið í 7,0 nokkuð lengi.

Í lok september voru stofnfjáreigendur í SPRON 1.104, en í dag eru þeir 785. Á heimasíður SPRON kemur fram að ástæðan fyrir því að stofnfjáreigendum hefur ekki fækkað meira en raun ber vitni er sú, að margir kjósa að selja aðeins hluta stofnfjárbréfa sinna en að auki hafa nokkrir nýir bæst í hópinn.