Bréf TradeDoubler hafa lækkað um tæplega 9% það sem af er morgni en eins og komið hefur fram þá dró AOL Time Warner tilboð sín í bréf félagsins til baka í gær.

AOL bauð 215 sænskar krónur á hlut og hafði stjórn félagsins mælt með tilboðinu. Meirihluti hluthafa kaus hins vegar að hafna því. Nýlega birti greiningardeild Nordea bankans nýja greiningu á félaginu þar sem þeir töldu verðmatsgengið vera 275 krónur á hlut eða 22% hærra en tilboð AOL.