Alls er gert ráð fyrir 292 millj.kr. í fjárfestingar og til sérstakra rekstrarverkefna hjá Ísafjarðarbæ. Helstu framkvæmdir verða við Grunnskólann á Ísafirði, við byggingu nýs íþróttahúss á Suðureyri, lagður verður göngustígur meðfram Skutulsfjarðarbraut auk þess að keypt verður ný slökkvibifreið. Framhaldið verður átaki í malbikun gatna og fegrun umhverfis og opinna svæða.

Í hafnarframkvæmdum verða byrjað á 2. áfanga endurbyggingar Ásgeirsbakka, keyptur verður nýr hafnsögubátur og dýpkað verður í Sundahöfn og innsiglingunni í höfninni á Suðureyri. Auk þessa er að áætlað fyrir snjóflóða- og sjóvarnargörðum, vatnsveitu- og holræsaframkvæmdum, ýmsum öðrum smærri framkvæmdum ásamt viðhaldi gatna og fasteigna og endurnýjun tækja og búnaðar.

Gert er ráð fyrir að greiða 244 millj.kr. í afborganir langtímalána en nýjar lántökur eru áætlaðar 170 millj.kr. Lán verða því greidd niður um 74 millj.kr.

Frumvarp fjárhagsáætlunar 2005 fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans er lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 16. desember 2004. Síðari umræða um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans verður 13. janúar 2005.

Helstu niðurstöður frumvarpsins eru að heildarrekstrartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar 2.016 millj. kr. fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans. Heildarrekstrarútgjöld eru áætluð 2.168 millj. kr. en þar af reiknaðar afskriftir, áfallnar verðbætur langtímalána og áfallnar lífeyrisskuldbindingar 160 millj. kr.

Laun eru áætluð 1.064 millj.kr. og annar rekstarkostnaður 1.103 millj. kr. með afskriftum, verðbótum og áföllnum lífeyrisskuldbindingum.
Framkvæmdir og sérstök rekstrarverkefni eru áætlaðar 292 millj. kr.
Afborganir lána eru áætlaðar 244 millj. kr. og eigin fjármögnun og nýjar lántökur 323 millj. kr.

Til framkvæmda og greiðslu afborgana og fjármagnskostnaðar skilar reksturinn 18 millj.kr. Skatttekjur á árinu nema 1.277 millj.kr. Þeir málaflokkar sem mest taka til sín í rekstri eru fræðslumál með 643 millj.kr., æskulýðs- og íþróttamál 140 millj.,kr., félagsþjónusta 79 millj.kr., umhverfismál og almannavarnir 145 millj.kr., sameiginlegur kostnaður 160 millj.kr. og menningarmál 52 millj.kr.