Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 44,0 milljarða króna og inn fyrir 39,3 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 4,6 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í dag en í júlí 2009 voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 0,4 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu sjö mánuðina 2010 voru fluttar út vörur fyrir 321,4 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 68,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 41,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 27,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.