Alls eru 8.931 skráðir atvinnulausir á landinu öllu samkvæmt tölum á vefsíðu Vinnumálastofnunar í dag, 2. janúar 2009. Þar af eru 5.480 á höfuðborgarsvæðinu en 30 starfsmenn byggingarfyrirtækja bættust á listann um áramótin.

Fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru flestir skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum, eða samtals 1.262. Næst flestir eru á Norðurlandi eystra eða 958 manns. Þá kemur Suðurland með 583 atvinnulausa, Vesturland með 291, Austurland með 216, Vestfirðir með 70 og Norðurland vestra er með 70 manns skráða á atvinuleysisskrá.

Af þeim 8.931 sem skráðir eru atvinnulausir á landinu öllu eru 5.596 karlar og 3.335 konur.