*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 1. desember 2008 15:17

Tæplega 95% samdráttur í bílasölu

Ritstjórn

74 bílar seldust í nóvembermánuði miðað við 1365 bíla á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 94,6% samdrætti sem staðfestir það hrun sem orðið hefur í bílasölu hér á landi.

Toyota seldi flesta bíla eða 28 talsins en samdráttur þeirra á milli ára nam 91,4%. Suzuki kom þar næst með 8 bíla selda.

Á árinu hafa 8987 bílar selst sem er ríflega 40% samdráttur á milli ára.