Í úttekt Verslunarráðs Íslands (VÍ) kemur fram að á síðustu árum hafi miklar breytingar orðið á því í hvaða löndum íslenskir námsmenn stunda nám. Námsmönnum í Bandaríkjunum hefur fækkað um 44,1% frá árinu 1999.[

Styrkur íslensks viðskiptalífs hefur m.a. legið í fjölbreyttri menntun Íslendinga í tveim heimsálfum segir í frétt VÍ.

Íslenskir námsmenn sækja í auknum mæli til Norðurlanda og bilið á milli þeirra sem kjósa að læra þar og í Bandaríkjunum breikkar sífellt á meðan sókn til annarra landa er svipuð og undanfarin ár.

Erfitt er að henda reiður á ástæður þessarar þróunar, en vatnaskil virðast hafa átt sér stað þegar sterkt gengi bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni náði hámarki árið 2001 og við hertar kröfur í útlendingaeftirliti Bandaríkjanna eftir 11. september 2001 segir í frétt VÍ.