Orkufyrirtækið Enex hefur sagt upp níu af tuttugu starfsmönnum sínum og er uppsagnarfrestur þeirra 3-6 mánuðir.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.

RÚV hefur eftir Þór Gíslasyni, framkvæmdastjóra Enex, að ástæða uppsagnanna sé gengisfall krónunnar og erfiðleikar í lánsfjármögnun. Hann segist þó búast við að áfram verði haldið með erlend verkefni fyrirtækisins.

Enex hefur sérhæft sig í hönnun og byggingu jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana og hefur verkefni víða um heim, m.a. í Berlín, El Salvador, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Fyrirtækið er að þremur fjórðu hlutum í eigu Geysir Green Energy en Reykjavík Energy Invest á fjórðungshlut.