*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 25. október 2014 13:15

TR fer 21 milljón fram úr heimildum á árinu

Spár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun öryrkja og ellilífeyrisþega.

Þórunn Elísabet Bogadótt
Haraldur Guðjónsson

Tryggingastofnun ríkisins áætlar að rekstrarkostnaður þessa árs verði um 21 milljón umfram fjárheimildir í árslok 2014, að teknu tilliti til flutts halla frá fyrra ári og sérstakrar fjárveitingar vegna bókunar með kjarasamningi SFR. Þetta kemur fram í svari Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn frá Halldóru Mogensen,varaþingmanni Pírata.

Halldóra spurði Eygló um rekstrarkostnað Tryggingastofnunar og Vinnumálastofnunar og um fjölda greiðsluþega hjá stofnununum tveimur. Halli á rekstri Tryggingastofnunar nam tæpum þrjátíu milljónum í fyrra og tæplega 59 milljónum árið þar á undan. Í fyrra var gengið á allan höfuðstól stofnunarinnar. Halli var einnig á rekstri Vinnumálastofnunar  í fyrra, um 68 milljónir  króna, en ekki hefur verið gengið á allan höfuðstólinn þar og ekki gert ráð fyrir að farið verði fram úr heimildum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.