*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 22. maí 2018 15:34

TR hefur lokið endurreikningi

Samtals var endurreiknað fyrir 57 þúsund lífeyrisþega sem fengu greidda 107,3 milljarða króna.

Ritstjórn
Tryggingastofnun ríkisins.
Haraldur Guðjónsson

Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2017 hjá stærstum hluta lífeyrisþega. Einstaklingar geta nú skoðað niðurstöður eigin endurreiknings. Þetta kemur fram á heimasíðu Tryggingastofnunar.

Samtals var endurreiknað fyrir 57 þúsund lífeyrisþega sem fengu greidda 107,3 milljarða króna í tekjutengdar greiðslur á síðasta ári. Þar af voru 36 þúsund ellilífeyrisþegar og 21 þúsund örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar.

Niðurstaða endurreikningsins leiðir í ljós að 44% þeirra sem fengu tekjutengdar greiðslur á síðasta ári eiga inneign hjá TR upp á samtals 2,6 milljarða króna. 

Einnig fengu 44% ofgreitt, samtals 3,9 milljarða króna. Meðalupphæð inneigna sem lífeyrisþegar eiga hjá TR er 103 þúsund krónur en meðalskuld þeirra sem hafa fengið ofgreitt er 157 þúsund krónur.

Stikkorð: Tryggingastofnun