„Það verður að vera keppikefli íslenska flugrekenda að komast athugasemdarlaust frá slíkum skoðunum og verður varla öðru en trassaskap kennt um ef svo er ekki,” segir Pétur K. Maack, flugmálastjóri í nýbirtri ársskýrslu Flugmálastjórnar.

Ekki gott að lenda á bannlista

Þar vísar hann til svokallaðra SAFA-skoðana, sem tryggja eiga að loftför sem fljúga til og frá innan Evrópu uppfylli lágmarkskröfu Alþjóða flugmálastofnunarinnar um flugöryggi.

Evrópusambandið styðst við þetta eftirlit þegar það setur saman bannlista um flugfélög. Flugmálastjórn framkvæmir SAFA-skoðanir á erlendum loftförum.

„Það er flugmálum á Íslandi ekki til framdráttar ef einhver flugrekandi lendir á bannlista vegna þessara skoðana,” segir Pétur.