Jere Sullivan, aðstoðarforstjóri Edelman í Evrópu kynnti niðurstöður úr níundu árlegu könnun Edelman meðal skilgreindra áhrifavalda í 18 löndum og fjallaði um hvernig fyrirtæki, þjóðir og stofnanir geti nýtt niðurstöðurnar við að byggja upp traust sitt og trúverðugleika á morgunverðafundinum Traust á umbrotstímum sem nú stendur yfir.

Traust á fjölmiðla hefur aukist síðustu ár samkvæmt mælingu Edelman en hafa verður í huga að skilgreining á fjölmiðlun hefur breyst síðustu árin. Blogg, leitarvélar og netmiðlar eru af mörgum taldir

Samkvæmt könnun Edelman hefur traust áhrifavalda á viðskiptalífinu staðið í stað síðustu ár. Þó virðist sem svo að ungt fólk treysti viðskiptalífinu betur en þeir sem eldri eru.

„Það er að því að ungt fólk nær sér í upplýsingar allan daginn," sagði Sullivan í ræðu sinni. Hann sagði að eldra fólk hlustaði á „fáa" fréttatíma sem það þó treystir vel en fær þannig færri sjónarhorn á það sem gerist dags daglega.

Þá kemur einnig í ljós að samkvæmt könnun Edelman að flestir treysta sínum líkum hvað best til að ráðfæra sér með ákvarðanatöku. Sullivan sagði það stafa af því að fólk treystir mikið á eigin aðferðir til að finna úrlausnir en þó með hjálp leitarvéla og netupplýsingar.

„Fólk hefur samt fyrir því að finna upplýsingarnar sjálft þannig að því líður eins og það sé að leysa málin,“ sagði Sullivan. Þá bætti hann því við að gjarnan ráðfærir fólk sig við vini, fjölskyldu og vinnufélaga.

Nánar verður fjallað um fundinn í Viðskiptablaðinu á morgun.