Traust til heilbrigðiskerfisins, dómskerfisins og borgarstjórnar Reykjavíkur lækkar mest milli kannana. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup sem birtist í dag.

Landhelgisgæslan nýtur mests traust meðal landsmanna, eða 92%. Næst mests trausts nýtur Lögreglan, eða 74%, og Háskóli Íslands nýtur trausts 72% aðspurðra.

Traust á heilbrigðiskerfinu lækkar um 14% og er nú 46%. Traust til dómskerfisins lækkar um 11% og er nú 32% og traust til borgarstjórnar Reykjavíkur lækkar um 12% og er nú 19%.

Traust til Alþingis lækkar um 1% og er nú 17%. Traust til Fjármálaeftirlitsins hækkar um 1% og er 22%. Traust til bankakerfisins stendur í stað í 12%.

Könnunin varð gerð daganna12 til 29 febrúar sl. Til samanburðar er var fyrri könnun gerð í febrúar 2015.