Mælingar á trausti til fjölmiðla hafa reynst misvel, en skv. þeim geta einstakir miðlar notið trausts eða vantrausts langt umfram það sem útbreiðsla þeirra ætti að gefa tilefni til. Því er e.t.v. varhugavert að lesa of mikið í mælingar á trausti til einstakra miðla.

Í árlegri rannsókn Reutersstofnunarinnar við Oxford-háskóla, sem byggist á svörum um 20.000 manns í 12 vestrænum löndum þar sem fjölmiðlaneysla er mikil, er hins vegar spurt um miðlana almennt og svo til þeirra, sem fólk sjálft notar mest.

Sem sjá má hér að ofan er traustið mjög mismikið, en þó er kannski athyglisverðara að skoða muninn á traustinu. Hann gefur til kynna aukna skautun í fjölmiðlum og þá hugsanlega í skoðunum eða skoðanamyndun almennings.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .