Reuters-stofnunin í Oxford gerði nýverið alþjóð- lega fjölmiðlakönnun, þar sem m.a. var grennslast fyrir um hversu vel menn treystu fréttum.

Svörin voru mjög misjöfn. Í Finnlandi sögðust 65% svarenda treysta flestum fréttum, en í Grikklandi aðeins 20%. Þar með er auðvitað ekki sagt að fjölmiðlar þessara landa séu aðeins svo og svo trausts verðir. Það að 60% Portúgala skuli almennt treysta þarlendum fréttum þarf ekki að þýða annað en þeir séu trúgjarnir og hrekklausir.

Síðast þegar MMR spurði á Íslandi treystu 11% fjölmiðlum vel, en 49% varlega. En svo er auðvitað erfitt að segja hversu áreið- anleg mælingin er. Meina menn að þeir treysti ekki, trúi ekki þorra frétta, telji miðlana halla máli? Eða eru þeir bara svona rosalegir hipsterar, hundingslegir efahyggjumenn?