Traustfang ehf. hefur gert framvirkan samning um kaup á 1.930.000 hlutum í Kaupþingi banka, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Kaupverðið á hlut er 886 krónur og nemur heildarkaupverð því 1,7 milljörðum króna. Dagsetning lokauppgjörs samningsins er 28. apríl 2006 og verða hlutirnir þá afhentir gegn vaxtareiknaðri greiðslu, segir í tilkynningunni.

Traustfang ehf. er í eigu VÍS en félögin eru fjárhagslega tengd Finni Ingólfssyni stjórnarmanni í Kaupþingi banka.

Finnur Ingólfsson á enga hluti í bankanum. Aðilar sem eru fjárhagslega tengdir Finni Ingólfssyni eiga 28.372.920 hluti í bankanum.

Eftir viðskiptin eiga aðilar fjárhagslega tengdir Finni Ingólfssyni 1.930.000 hluti í bankanum samkvæmt framvirkum samningi.