Guðni Bergsson er landsmönnum vel kunnur og þá helst fyrir færni hans á knattspyrnuvellinum. Hann varð þekktur sem leikmaður hjá Val en hóf atvinnumannsferil sinn með Lundúnaliðinu Tottenham árið 1988. Tottenham greiddi 350 þúsund sterlingspund fyrir Guðna sem þá var hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir íslenskan knattspyrnumann hjá íslensku liði.

Árið 1995 gekk Guðni til liðs við Bolton Wanderers þar sem hann átti eftir að blómstra og var lengstum fyrirliði liðsins. Hann lék 318 leiki með Bolton á átta árum og er enn þann dag í dag einn vinsælasti leikmaður liðsins frá upphafi.

Hann hefur á undanförnum árum sinnt hinum ýmsu störfum sem lögmaður, m.a. eigin rekstri. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Guðni væri með- al stjórnarmanna í fyrirtækinu Digon Games sem vinnur að því að þróa knattspyrnuleik á netinu. Þeir sem þekkja til Guðna bera honum vel söguna. Viðmælandi komst svo að orði að hann væri jafn traustur í lífinu og hann var í vörninni í gamla daga, með skírskotun í varnarjaxlinn Guðna. Hann er sagður geðgóður og vinur vina sinna.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.