„Bloggararnir blogguðu um það sem þeim fannst áhugavert. Með því er umfjöllunin persónulegri þar sem lesandinn veit ávallt hver er á bak við skrifin. Við vorum líka með hlutlaust blogg sem fór vel yfir alla þætti hátíðarinnar meðan á henni stóð, og einnig fyrir og eftir hátíðina,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi.

Elísabet er búsett í Frakklandi með manni sínum og þriggja ára dóttur. Elísabet er ein af tveimur eigendum Trendnet.is en hinn eigandinn er Álfrún Pálsdóttir. Á Trendnet.is eru níu tískublogg auk þess sem þær voru með sérstakt RFF pop-up blogg í 2 vikur yfir hátíðina í samstarfi við Coke Light.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.