Flestir telja Pírata og Bjarta framtíð best til þess fallna að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á afstöðu almennings til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Fram kemur í könnuninni að flestir treysta nýju flokkunum tveimur á þingi til að gera upp gamla tíma. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 21,0% að Píratar væru best til þess fallnir að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins og 19,4% töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin. Til samanburðar töldu 15,8% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn og 12,6% töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn.

Á sama tíma sögðust 39,8% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn töldu að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða í innflytjendamálum. Þá taldi nokkur hluti stuðningsfólks annarra flokka en Samfylkingarinnar Samfylkinguna besta til þess fallna að leiða samninga um aðild að Evrópusambandinu.

Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 15. janúar 2014 og var heildarfjöldi svarenda 981 einstaklingar, 18 ára og eldri.