Dómari hefur skipað fjölmiðlafyrirtækinu Tribune í Chicago að selja sjónvarpsstöðina WTXX í Connecticut, þar sem fyrirtækið á líka dagblaðið Hartford Courant sem telst vera á sama svæði og sjónvarpsstöðin. Tribune keypti blaðið árið 2000. Vegna banns sem gildir í Bandaríkjunum við því að eiga dagblað og sjónvarpsstöð á sama svæði skipaði fjarskiptanefnd bandaríska alríkisins (Federal Communications Commission) félaginu að selja sjónvarpsstöðina í síðasta lagi í ágúst 2002.

Tribune fór fram á varanlega undanþágu frá þessari niðurstöðu. Málið var óútkljáð þegar keppinautur Hartford Courant kærði málið til dómstóla árið 2003. Hann fór loks með sigur af hólmi í liðinni viku. Í dóminum felst einnig að Tribune verður að losa sig við aðra sjónvarpsstöð, WTIC í Hartford, þegar sjónvarpsleyfi stöðvarinnar rennur út í apríl 2007.

Bandaríska fjarskiptanefndin hefur viljað slaka á reglum um eignarhald á fjölmiðlum og afnema bann við því að eiga sjónvarpsstöð og dagblað á sama svæði, en talsmenn neytendaverndar segja að reglan stuðli að æskilegri fjölbreytni. Fjarskiptanefndin ákvað einhliða árið 2003 að slaka á reglunum en alríkisdómstóll ógilti ákvörðunina. Nefndin hefur ekki áfrýjað þeirri niðurstöðu.

Sjá Viðskiptablaðið í dag.