Forráðamenn Evrópska seðlabankans hafa áhyggjur af miklum sveiflum á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum og yfir neikvæðum áhrifum þeirra á hagvöxt. Jean- Claude Thrichet, seðlabankastjóri Evrópu, sagðist jafnfram í gær hafa áhyggjur af gengi evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins.

Í kjölfar af að fréttir bárust af ummælunum sem lækkaði gengi evru gagnvart Bandaríkjadal en hún hefur styrkst um 18% gagnvart dalnum undanfarið ár og þykir mörgum að hún beri hlutfallslega meiri byrðar í þeirri leiðréttingu sem nú á sér stað á hnattrænu ójafnvægi í alþjóðahagkerfinu.

Trichet lét ummælin falla í Basel í Sviss þar sem hann sótti fund seðlabankastjóra víðs vegar frá í höfuðstöðvum Alþjóðagreiðslubankans (Bank for International Settlements). Trichet sagðist við blaðamenn hafa áhyggjur af hinum miklu sveiflum sem hafa átt sér stað á gjaldeyrismörkuðum undanfarið og sagði þær hafa óæskileg áhrif á hagvöxt.

Eins og fram kemur í frétt Bloomberg- fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn síðan í nóvember að Trichet segist hafa áhyggjur af gengi evrunnar. Evran hefur, eins og fyrr segir, styrkst mikið gagnvart dalnum og hafa margir látið í ljós áhyggjur af afleiðingum þessa fyrir evrópskan útflutningsiðnað.

Stjórnmálamenn á borð við Nicholas Sarkozy, Frakklandsforseta, hafa gagnrýnt seðlabankann harðlega fyrir að leggja ofuráherslu á verðstöðugleika á kostnað hagvaxtar við rekstur peningamálastefnunnar.