Viðsnúningur í vexti landsframleiðslu er nærri, að því Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á blaðamannafundi í gær eftir reglulegan fund seðlabankastjóra heimsins í Basel í Sviss.

Þetta kom fram í WSJ sem segir að til stuðnings þessari skoðun séu nýjar tölur frá OECD sem sýni að sum helstu hagkerfa heimsins kunni að vera á batavegi.

Trichet varaði hins vegar við of mikilli bjartsýni. Hann sagði að markaðir hefðu batnað mikið frá því um miðjan september, en áfram yrði að fylgjast vel með og að ástandið væri enn fordæmislaust.