Fjárfestingasjóðurinn Triton sendi tilkynningu til fjölmiðla seint í gær þar sem viðræður um kaup á erlenda hluta Icelandic Group eru staðfestar. Carl Evald Bakke-Jacobsen hjá Triton segir í tilkynningu að Triton vilji þróa vörur Icelandic og gera félagið að leiðandi fyrirtæki innan síns geira. Triton muni útvega sérþekkingu og fjármuni til að þróa og stækka félagið.

Kemur fram að Triton fjárfestingasjóður var stofnaður árið 1998 og sjóðir félagsins séu þrír. Fjárfestar eru meðal annars tryggingarfélög, bankar, lífeyrissjóðir og eignastýringarfélög. Helstu fjárfestingar félagsins séu á Norðurlöndunum og Þýskalandi.