*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 13. febrúar 2017 09:39

Trudeau hittir Trump

Líklegt er talið að Justin Trudeau komi til með að leggja áherslu á fríverslun milli Bandaríkjanna og Kanada á fyrsta fundi sínum með Trump.

Ritstjórn
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í opinberri heimsókn í Kúbu.
epa

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hittir Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn í dag. Trudeau mun að öllum leggja mesta áherslu á það að vernda Nafta (North American Free Trade Agreement) fríverslunarsamninginn sem er á milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó og er metinn á 545 milljarða dollara.  Financial Times greinir frá áherslum Trudeau.

Eins og frægt er orðið, þá eru áherslur Trump og Trudeau ólíkar þegar kemur að félagslegum málefnum. Þrátt fyrir þetta þá er líklegt að kanadíski forsætisráðherrann leggi þau mál til hliðar til að leggja áherslu á fríverslun milli nágrannalandanna. Trudeau reynir líklega að sannfæra Trump að hrófla ekki við NAFTA fríverslunarsamningnum sem að tryggir 9 milljónum Bandaríkjamanna störf. Trump hefur áður sagt að Nafta samningurinn sé óhagstæður Bandaríkjunum og að honum þurfi að breyta.

Trudeau er þriðji erlendi þjóðarleiðtoginn sem Trump hittir í Hvíta húsinu. Nýlega tók Trump á móti Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og áður tók hann á móti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.

Stikkorð: Bandaríkin Kanada Trump Bandaríkin Trudeau Nafta