Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykon Energy, hefur ekki áhyggjur af þeirri olíuverðslækkun sem átti sér stað í vikunni. Verð á Brent hrá- olíu stendur í u.þ.b. 43 dollurum eftir góða dýfu en það hefur engin áhrif á olíuleit Eykons á drekasvæðinu.

„Við erum að fara í rannsóknir nú í haust sem eru miklu ódýrari fyrir vikið. Við erum bara að velta fyrir okkur olíuverðinu eins og það verður eftir mörg ár.“

Gunnlaugur segist búast við því að olíuverð muni hækka aftur.