„Það eru ýmis augnablik í gegnum lífið sem hafa gert það að verkum að ég fékk þessa hugmynd,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon, móralskur leiðtogi Gleðipinna, kallaður „móralski“.

„Ég starfaði eitt sinn við að selja hreinsiefni fyrir frænda minn sem flutti inn slíkar vörur. Ég seldi ekkert en átti löng samtöl við viðskiptavinina. Augnablik eins og þessi urðu til þess að ég fékk þessa hugmynd, að heimsækja vinnustaði með það að leiðarljósi að hafa jákvæð áhrif á móralinn. Ég ákvað að prófa að búa til vöru úr því og það gekk svona ágætlega.“

Pétur segir mikinn kost við hlutverkið að það felist ekki í því að selja fólki eitthvað eða leggja fyrir því einhver verkefni. „Öll þessi námskeið um að vera besta útgáfan af sjálfum þér, þar sem markþjálfarar eru að setja okkur í rými og segja okkur að gera ekki of mikið af einhverju og gera meira af einhverju öðru. Ég hugsaði með mér, af hverju ekki bara að vera með einstakling sem fær sér kaffi og spjallar við fólk í 10 eða 20 mínútur.“

Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, tekur undir með Pétri. „Hann er ekki að fara inn á vinnustað með skilaboð frá höfuðstöðvum um einhverjar áherslur fyrirtækisins. Pétur er einfaldlega gjöf inn í hversdagsleikann sem er fólgin í því að vera einmitt ekki að angra fólk með neinu vinnutengdu.“

Jóhannes bætir við að það sé mikilvægt að hjarta fyrirtækisins haldi áfram að slá þrátt fyrir mikinn vöxt. „Með Pétri erum við að fjárfesta í áreynslulausum samskiptum við starfsfólkið. Þannig er Pétur hálfgerður hitamælir á stemninguna hjá starfsfólki, enda er hans upplifun öðruvísi en hjá okkur yfirmönnunum.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði