Trú fjárfesta á þýskum ríkisskuldabréfum og efnahag landsins sparaði þýska ríkinu 3 milljarða evra í vaxtagjöld í fyrra, 450 milljarða króna. Þetta kemur fram á vef Þýska seðlabankans.

Þýska ríkið hagnaðist verulega á því að endurfjármagna milllilöng skuldabréf með nýjum bréfum sem bera 1-2,5% vexti.

Seðlabankinn segir að fjárfestar hafi litið á Þýskaland sem griðarstað í því öldurróti sem var á evrópskum skuldabréfamarkaði þegar fjárfestar óttuðust um efnahag evruríkjanna Grikklands, Írlands, Portúgals og Spánar.

Þýska ríkið mun taka 302 milljarða evra lán í ár. Þar af mun ríkið endurfjármagna 271 milljarða af lánum sem eru á gjalddaga í ár.