Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður VG, segist engan veginn fá „það til að ganga upp“ að skuldaniðurfellingar nái til 80% þjóðarinnar samkvæmt niðurfellingum eins og þær voru kynntar á blaðamannafundi á laugardaginn.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu miklar athugasemdir við það að þeir hefðu ekki fengið sérstaka kynningu á tillögunum umfram það sem kom fram í þinginu. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti hins vegar á að tillögurnar yrðu á þingmálum og yrðu þá ræddar í þinginu.

„Ég vil nú taka það fram að ég fagna því að þessar tilögur eru komnar fram. Hins vegar er mjög mikilvægt að við fáum að ræða þær,“ sagði Guðbjartur Hannesson , þingmaður Samfylkingarinnar.