Ákæru­dóm­stóll á Man­hatt­an tilkynnti í kvöld að hann hafi ákært Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Trump er ákærður fyrir mútu­greiðslur til klám­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels árið 2016. Nánar tiltekið sama kvöld og Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Wall Street Journal greinir frá.

Það hef­ur aldrei áður gerst í sögu Banda­ríkj­anna að forseti eða fyrr­ver­andi for­seti fái á sig ákæru fyrir refsiverða háttsemi.

Fyrr í mánuðum lýsti Trump því yfir að hann ætti von á að verða við því að verða hand­tek­inn vegna málsins.

Hér fyrir neðan fer Wall Street Journal yfir málið en það hófst með frétt þess í mars 2018.