Atvinnuleysi mældist 4,3% í júlímánuði í Bandaríkjunum samkvæmt gögnum sem bandaríska vinnumálastofnun birti í dag. Dróst atvinnuleysi saman um 0,1 prósentustig frá júnímánuði og hefur lægra frá árinu 2001.

209.000 ný störf voru sköpuð í bandaríska hagkerfinu í mánuðinum. Þar af voru 53.000 þeirra í veitingageiranum sem hefur skapað um 313.000 ný störf það sem af er þessu ári.

Vöxtur launa nam 2,5% á ársgrundvelli í mánuðinum sem og var óbreyttur frá fyrri mánuði. Vöxturinn er þó meiri en nýjustu verðbólgutölur fyrir júnímánuð en þá mældist verðbólga 1,6% á ársgrundvelli.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump lýsti ánægju sinni með tölurnar í færslu á Twitter síðu sinni. Í færslunni sagði hann: „Frábærar vinnumarkaðstölur voru að koma út - og ég er bara rétt nýbyrjaður."