Hlutabréf á asískum mörkuðum hafa hríðfallið og hafa ekki verið lægri í sjö vikur, dollarinn veikist gegn jeni og evru. En hvers vegna? Jú vegna þess að fjárfestar hafa áhyggjur af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þar sem að Donald Trump virðist hafa náð mjög naumu forskoti. Frá þessu er greint á Reuters.

Markaðir hafa í talsverðan tíma reiknað með því að Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi vinna kosningarnar. Allar skoðanakannanir bentu til þess og hver skandallinn á fætur öðrum skók kosningabaráttu Trump. En í kjölfar þess að FBI tilkynnti að þeir væru að opna mál Clinton, tengt tölvupóstum hennar, þá virðast fjárfestar hafa brugðist við.

Allar helstu vísitölur í Evrópu hafa lækka. Hin breska FTSE, hin þýska DAX og franska CAC, hafa lækkað um 0,5 til 0,8 prósent í viðskiptum.

MSCI vísitalan sem nær yfir Asíu og Kyrrahafslönd, að undanskildu Japan, lækkaði um 1,3% og hefur ekki verið lægri í sjö vikur. Japanska Nikkei vísitalan lækkaði einnig um 1,8%.