Donald Trump Bandaríkjaforseti er enginn aðdáandi Bitcoin eða annarra rafmynta. Í röð tísta segir Trump að rafmyntir séu ekki peningar, virði þeirra byggi ekki á neinu og það sveiflist ört. Rafmyntir geti auðveldað ólögeg viðskipti, til dæmis með fíkniefni.

Hið sama eigi við um rafmyntina Libra sem Facebook hyggst gefa út. Þá gefnu hann í skyn að Facebook þurfi að sækja um starfsleyfi sem banki. „Ef Facebook eða önnur fyrirtæki vilja verða banki, þurfa þau að sækja um bankaleyfi og hlýta öllum reglum sem gilda um banka,“ segir Trump.

Þá sé aðeins einn raunverulegur gjaldmiðill í Bandaríkjunum, bandaríski dollarinn, sem hann segir að sé sterkari en nokkru sinni fyrr og hægt sé að treysta á hann.