*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 6. febrúar 2019 12:12

Trump fundar á ný með Kim Jong-Un

Donald Trump tilkynnti í stefnuræðu sinni í gær að hann hygðist funda á ný um kjarnorkumál með Kim Jong-Un.

Ritstjórn
epa

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í árlegri stefnuræðu sinni (e. state of the union address) í gær að hann hygðist funda á ný um kjarnorkumál með Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, síðar í mánuðinum. Financial Times segir frá.

Trump fór yfir víðan völl í hinni 82-mínútna löngu ræðu, en meðal annars hét hann því enn á ný að reisa landamæramúrinn umdeilda, og tilkynnti um að sendir yrðu 3.750 hermenn að landamærunum við Mexíkó til að stöðva svokallaðar flóttamannalestir (e. migrant caravans).

Forsetinn talaði einnig fyrir samheldni, og varaði við að „fáránlegar flokkspólitískar rannsóknir“ kynnu að valda Bandaríkjunum skaða. Hann lýsti því ennfremur yfir að hefði hann ekki verið kjörinn forseti ættu Bandaríkin þessa stundina í umfangsmiklu stríði við Norður-Kóreu, sem gæti kostað milljónir mannslífa.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is