Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýnir peningastefnu Kínverja harðlega á Twitter síðu sinni. Trump bætti einnig við gagnrýni á aðgerðir Kínverja í Suðurkínahaf.

„Spurðu Kínverjar okkur leyfis hvort þeir gætu gengisfellt gjaldmiðil sinn til þess að geta byggt upp risastóra herstöð í miðju Suðurkínahafi?“ spyr Trump á Twitter síðu sinni.

Hann bendir jafnframt á að Kínverjar ættu að virða samband sitt við Bandaríkin. Trump var nýverið gagnrýndur fyrir það að tala beint við Tsai Ing-wen forseta Taívan, sem að Kínverjar töldu brot á samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Bandaríkjamenn hafa ekki haft bein samskipti við Taívan frá árinu 1979, þegar formleg tengsl milli ríkjanna voru slitin.

Hér er hægt að sjá tíst verðandi forseta Bandaríkjanna;