Verð á skotvopnum í Bandaríkjunum hefur hríðfallið eftir kjör Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta. Bloomberg tengir lækkandi verð við minni eftirspurn eftir skotvopnum þar sem Trump hafi lofað því að setja ekki frekari takmarkanir á möguleika Bandaríkjamanna til að kaupa sér skotvopn.

Í forsetatíð Barack Obama var vopnasala mikil. Margir Bandaríkjamenn ruku til og keypt sér byssur í hver sinn sem Obama talaði fyrir að herða lög um vopnakaup. Nú þegar Bandaríkjamenn telja rétt sinn til vopnakaupa tryggann hefur töluvert dregið úr eftirspurn. Vopnaframleiðendur hafi ekki verið tilbúnir til að draga úr framleiðslu í sama mæli sem hafi í för með sér að verð lækki.

American Outdoor, framleiðandi skotfæramerkisins Smith & Wesson, lækkaði afkomuspá sína í vikunni fyrir yfirstandandi fjárhagsár um 47% vegna lægra verðs og minni sölu. Hlutabréfaverð í fyrirtækin tók í kjölfarið dýfu.