Cassidy Hutchinson fyrrum ráðgjafi starfsmannastjóra Donald Trump bar vitni í dag fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. Hún sagði að forsetinn þáverandi hafi verið varaður við að margir þeirra sem væru á leið í bandaríska þinghúsið þann 6 janúar 2021, þegar árásin á þinghúsið fór fram, væru þungvopnaðir. Þrátt fyrir aðvaranirnar hélt Trump áfram að hvetja þá til fara í átt að þinghúsinu. Wall Street Journal segir frá þessu.

Trump krafðist þess einnig að fara með stuðningsmönnum sínum til þinghússins en starfsmenn forsetaembættisins sem voru með honum reyndu að stöðva hann og tókst það á endanum.

Hutchinson sagði að ástandið hafi stigmagnast um borð í bifreið forsetaembættisins eftir að öryggisverðir forsetans neituðu að aka honum í þinghúsið vegna áhyggna að öryggi forsetans væri í hættu.

Hutchinson fyrir þingnefndinni í dag.
Hutchinson fyrir þingnefndinni í dag.
© epa (epa)

Greip í stýrið

Hún sagði að Tony Ornato, aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi sagt henni að forsetinn hafi gripið í stýri forsetabifreiðarinnar eftir að honum var sagt að hann færi ekki í þinghúsið.

Trump á þá að hafa sagt „Andskotinn hafi það, ég er forsetinn, farið með í þinghúsið strax“.

Robert Engel, yfirmaður öryggismála forsetans, á þá að hafa sagt „Herra, við verðum að fara aftur til Hvíta hússins.“

Hér geta áhugasumir horft að vitnisburðinn í heild af vef Wall Street Journal.