Síðan Donald Trump sigraði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur vísitala hlutabréfa í smáum fyrirtækum tekið stökk, og hækkað um tæp 14%

Russel 2000 vísitalan, sem er vísitala minnstu 2000 fyrirtækjanna sem fylgst er venjulega með á bandaríska hlutabréfamarkaðnum, hefur hækkað umfram vísitölur stærstu fyrirtækjanna, eins og S&P 500 vísitöluna síðan kjör Trump lá ljóst fyrir.

Virðist sú hækkun koma til vegna loforða forsetaefnisins um að setja bandarísk fyrirtæki í forgang sem gæti hjálpað minni fyrirtækjum landsins.

S&P 500 vísitalan sem fylgist með stærstu 500 fyrirtækjunum hefur hins vegar einungis hækkað um 4,6% á sama tímabili.