Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hyggst draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnunni (e. World Trade Organization, WTO), segir hann að stofnunin komi ekki fram við Bandaríkin með sanngjörnum hætti. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Alþjóðaviðskiptastofnunin setti nýverið reglur sem gilda skulu í alþjóðaviðskiptum, er reglunum ætlað að leysa ágreining milli landa sem eiga viðskipti sín á milli.

Trump hefur áður ásakað stofnunina um að koma fram við BNA með ósanngjörnum hætti en í viðtali við Fox News fyrr á þessu ári staðhæfði hann að stofnunin hefði verið sett að laggirnar til að gæta hagsmuna allra nema Bandaríkjanna. Hann sagði jafnframt að allir lagaúrskurðir sem stofnunin gæfi út væru landinu í óhag.

Þá sagði hann síðastliðinn fimmtudag að samningur landsins við Alþjóðaviðskiptastofnunina væri „allra versti samingur sem gerður hafi verið.“