Verð á hlutabréfum í Apple hefur lækkað í kjölfar þess að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gaf það í skyn að 10% tollar gætu verið settir á iPhone og fartölvur sem framleiddar væru í Kína.

Hlutabréfin, sem hafa misst um fimmtung af virði sínu síðan í október, hafa nú lækkað um 1,5% frá því í morgun. Í gær missti Apple titil sinn sem verðmætasta skráða fyrirtækið yfir til Microsoft og stendur nú frammi fyrir að mögulega verði minni sala á vörum fyrirtæksins.

Greinendur í Bandaríkjunum segja að tollahækkunin sé það síðasta sem fyrirtækið þurfi, þrátt fyrir það að sumir neytendur séu með verðóteygna eftirspurn.

Verð á iPhone er allt frá 449 Bandaríkjadollurum til 1.449 dollara í þar í landi og sjöunda uppgerð af símanum selst enn.

Frétt Bloomberg um málið.