*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Erlent 24. júní 2019 20:30

Ætla að frysta eigur Khamenei

Frysting eigna íranskra ráðamanna er meðal nýrra aðgerða bandaríkra stjórnvalda í harðnandi deilu þjóðanna.

Ritstjórn
Trump er ekki vinsæll í Íran enda hefur spenna í samskiptum þjóðanna aukist verulega að undanförnu.

Forseti Bandaríkjanna Donald Trump undirritaði í dag forsetatilskipun um nýjar þvinganir sem beint verður að æðstu embættis- og valdamönnum Íran. Þeirra á meðal er Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti ráðamaður Írans. Tilgangur aðgerðanna er að sögn Trumps að beita „hámarks þrýstingi“ á írönsk stjórnvöld, að því er segir í frétt á vef Financial Times. 

Fyrir tæpum þremur mánuðum ákvað ríkisstjórn Trumps að endurreisa alla þá tollamúra, sem var beitt í deilunni um kjarnorkutilraunir íranskra stjórnvalda og var aflétt árið 2015. Aðgerðunum nú er fyrst og fremst beint að írönskum ráðamönnum.

Í frétta FT er jafnframt greint frá því að innsti hringur samráðsmanna Khameneis sé líklegur til þess að fordæma aðgerðirnar og túlka þær sem tilraun til afskipta af innanríkismálum íranskra stjórnvalda.

Samkvæmt forsetatilskipuninni hyggjast bandarísk stjórnvöld frysta eigur nokkurra æðstu ráðamanna írönsku þjóðarinnar, þar á meðal Ayatollah Ali Khamenei. Innanríkisráðherra Bandaríkjanna Mike Pompeo greindi frá því í blaðagrein í vor að persónulegar eignir erkiklerksins næmi allt að 95 milljörðum dollurum. Þessir fjármunir væru svo aftur nýttir til að starfrækja samtök á borð við IRGC sem bandarísk stjórnvöld sökuðu á dögunum um að hafa skotið niður tvo bandaríska dróna.