Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst rifta TPP fríverslunarsamningum samkvæmt heimildum Bloomberg fréttaveitunnar. TPP er fríverslunarsamningur sem að tólf lönd höfðu skrifað undir og hefði samningurinn áhrif gífurleg áhrif á heimsvísu. Forsetinn hyggst undirrita forsetatilskipun (e. executive order) til þess að rifta samningnum, sem hafði ekki enn náð fram að ganga. Hann var aldrei samþykktur af Bandaríkjastjórn, þrátt fyrir langan aðdraganda.

Trump hafði áður lofað því að rifta samninginn, stuttu eftir að hann var kjörinn forseti og greindi frá því í myndbandi á YouTube síðu sinni. Samningurinn hefur verið 10 ár í smíðum, en nú virðist ólíklegt að hann líti dagsins ljós. Lönd á borð við Singapúr, Japan, Mexíkó voru með í samningsgerðinni. Helstu áhyggjur Bandaríkjamanna voru þær að fríverslunarsamningurinn hefði neikvæð áhrif á möguleika bandarískra starfsmanna - ef þeir þyrftu að mæta aukinni samkeppni frá öðrum löndum.

„Megininntak fyrstu daga minna í embætti verður að setja Bandaríkin í fyrsta sæti,“ sagði Trump, þegar hann lofaði því að rifta samningnum, en ekki voru allir par sáttir með aðild Bandaríkjamanna í samningaviðræðunum. Forsetinn hafði áður sagt að ef að samningurinn myndi ná í gegn yrði það „stórslys fyrir Bandaríkin.“