Forseti Bandaríkjanna Donald Trump spurði kollega sinn í Úkraínu hvort hann gæti látið úkraínísk yfirvöld rannsakað Joe Biden, fyrrum varaforseta í forsetatíð Obama, og son hans, Hunter Biden. Þetta kemur fram í uppskrift af samtali Trumps við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, sem Hvíta húsinu var gert að afhenda rannsóknarnefnd á vegum þingsins í gær. Financial Times greinir frá þessu .

Stuðningsfólk Trump fagnaði því að uppskrift samtalsins hreinsar Trump af ásökunum um að hann hafi hótað að stöðva nær 400 milljón dollara stuðning Bandaríkjanna við úkraínska herinn.

Samkvæmt uppskriftinni þá svarar Trump fyrirspurn Zelensky um hvort úkraínski herinn geti keypt bandarísk hergögn með annarri spurningu, geturðu gert okkur greiða. Trump biður svo kollega sinn um hafa samband við William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, persónulegan lögfræðing sinn, og ræða mál Hunter Biden og föður hans.

Óvíst er hvaða lagaleguþýðingu uppskrift samtalsins mun hafa fyrir Trump. Til að mynda hvort það sanni að Trump hafi gerst misnotað embætti sitt sem forseti. Þingforseti Fulltúardeildarinnar, demókratinn Nancy Pelosi, segir hátterni Trump grafa undan lýðræðinu og trú mann á forsetakosningunum. Það sé ekki hluti af starfi forseta Bandaríkjanna að þrýsta á erlenda þjóðarleiðtoga um að þeir beiti sér gegn mótframbjóðendum forsetans.

Trump hins vegar segir málið endurspegla ofsóknir á hendur sér, mögulega mestu ofsóknir í sögu Bandarísku þjóðarinnar. Hann hafi hvorki hótað né þrýst á Zelensky heldur hafi samtalið verið fullkomið.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, kom fram í fjölmiðlum í gær og sagði að sá eini sem gæti þrýst á hann að gera nokkurn skapaðan hlut. „Enginn getur þröngvað mér til að gera nokkuð því ég er forseti sjálfstæðs lands,“ sagði forsetinn.