Donald Trump, forseti Bandaríkjanna kallar eftir því að samtök olíuframleiðsluríkja OPEC lækki heimsmarkaðsverð á olíu í heiminum með því að auka við framleiðslu í færslu sem hann birti á Twitter í gærkvöldi. Segir hann að samtökin verði að muna að olíuverð hafi hækkað og þeir séu að gera lítið til þess að hjálpa.

Segir Trump að ef eitthvað er séu þau að keyra olíuverð hærra. Trump segir að á sama tíma séu Bandaríkin að verja ríki samtakanna fyrir litla fjármuni og að sú tilhögun verði að ganga í báðar áttir. Skilaboð hans er því einföld: „LÆKKIÐ OLÍUVERÐ NÚNA!“