Eftir fyrsta morgunverðarfund Donald Trump Bandaríkjaforseta á G7 leiðtogafundinum sem hófst í gær í Frakklandi, sem var með Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði hann að fríverslunarsamningur ríkjanna gæti komist fljótlega í gagnið.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um stefnir Boris, eins og hann er jafnan kallaður, að því að Bretland gangi út úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Það gæti, ef ekki næst samkomulag um áframhaldandi fríverslun við ESB ríkin sem eftir verða, haft töluverð áhrif á viðskiptasamninga margra fyrirtækja báðum megin Ermasundsins.

Donald Trump sagði eftir máltíð sem innihélt sætabrauð, eggjahrærur og pylsur með Boris og fleirum í ríkisstjórnum landanna, að hann væri að eiga mjög góða fundi með leiðtogum G7 ríkjanna.

„Við erum að vinna að mjög stórum viðskiptasamningi,“ strax og unnið hefur verið úr nokkrum hlutum en það muni gerast fljótt. „Mjög stór viðskiptasamningur, stærri en það sem við höfum nokkurn tíman verið með.“

Trump var gagnrýninn á fréttamiðla sem sögðu samskipti hans við leiðtoga G7 ríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Kanada, Frakklands, Ítalíu og Japan væri stirt og að tveggja daga þingið yrði stórslys. „[L]and okkar, efnahagslega, er í mjög góðum málum - umtalsefni heimsins,“ sagði Trump að því er New York Post hefur eftir honum

„Á sama hátt og þeir eru að reyna að neyða okkur inn í kreppu eru þeir að reyna að óska Bandaríkjunum inn í slæm mál, hvað sem þeir geta til að reyna að gera það erfiðara fyrir mig að ná endurkjöri.“

Boris sagðist fyrir fundinn að hann myndi biðja Trump að ýfa ekki frekar tolladeilurnar við Kína, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær hækkaði hann og bætti í tolla á vörur frá landinu eftir að Kínverjar hækkuðu tolla á bandarískar vörur.

„Klárlega staða alþjóðlegrar verslunar, ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að þróast,“ sagði Boris.„Vöxtur verndarstefnu, tolla, er það sem við sjáum. [...] Alls konar fólk munu nota allar afsakanir til að trufla fríverslun, og tefja viðskiptasamninga, og ég vil ekki sjá það.“

Trump gantaðist að loknum fundinum með fréttamönnum og vísaði til Boris. „Vitið þið hver þetta er? Hann verður frábær forsætisráðherra.“