Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur stefnt Deutsche Bank og Capital One til að koma í veg fyrir að bankarnir afhendi bandaríska þinginu gögn um fjármál sín. Stefnan var tekin fyrir í dómshúsi New York síðastliðinn mánudag að því er kemur fram í frétt Finanicial Times.

Í stefnunni er farið fram á að dómsstólar ógildi vitnaboðun sem þingnefnda um fjármálastarfsemi á vegum bandaríska fulltrúadeildarinnar sendi Deutsche Bank og Capital One. Fór þingnefndin fram á að bankarnir afhendu gögn um fjármálastarfsemi forsetans mörg ár aftur í tímann.

Auk forsetans eru börn hans Eric, Donald og Ivanka einnig skrifuð fyrir stefnunni ásamt fleiri aðilum þar með talið félags Trumps, Trump Organization. Í stefnunni er því haldið fram að vitnaboðið hafa verið gefið út til þess að áreita (e. harass) forsetann og sé tilraun til þess að grafa upp efni sem mögulega væri hægt að nota gegn honum í pólitískum tilgangi. Engin önnur ástæða sé fyrir vitnaboðuninni en að valda honum pólitískum skaða.

Deutsche Bank sagði í tilkynningu á þriðjudaginn að bankinn hefði skuldbundið sig til að veita öll þau gögn sem nefndin færi fram á og myndi fylgja úrskurði dómstóla er lúta að rannsókninni. Deutsche Bank hefur verið helsti viðskiptabanki Trump í áratugi en ólíkt öðrum fjármálafyrirtækjum hélt bankinn áfram að vinna með honum á níunda áratuginum þegar fjöldi fyrirtækja hans urðu gjaldþrota

Capital One hafði ekki svarað spurningum fjölmiðla þegar þetta er ritað.

Stefnann er hluti af langri baráttu forsetans við þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa sett á fót sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir viðskiptasamninga hans og stjórnarhætti. Fyrr í mánuðinum stefndi Trump til að mynda endurskoðenda fyrirtækinu Mazar USA og Elijah Cummings, þingamanni Demókrata sem fer fyrir rannsóknanefndinni. Í síðustu viku gaf Trump það út að hann myndi stefna hverjum þeim sem kallaður yrði fyrir nefndina.