*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 10. maí 2018 15:32

Trump og Kim hittast í Singapúr

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittast í Singapúr 12. júní

Ritstjórn
epa

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittast í Singapúr 12. júní. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forseta Bandaríkjanna, sem kom heimsbyggðinni á óvart þegar hann þáði boð leiðtoga Norður-Kóreu um að funda.

Fram að því höfðu helstu samskipti leiðtoganna verið þau að þeir skiptust á móðgunum og hótunum. Í frétt á vef BBC kemur fram að fundurinn marki tímamót þar sem sitjandi forseti Bandaríkjanna hafi aldrei hitt leiðtoga Norður-Kóreu. Yfirlýsing Trump kom í kjölfar þess að hann tók á móti þremur Bandaríkjamönnum, sem höfðu verið í haldi Norður-Kóreu og var nýlega sleppt.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is