Bernie Sanders vann stórsigur á Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í nótt. Sanders fékk tæplega 60% atkvæða en Hillary fékk tæplega 40% atkvæða í ríkinu. Í fyrstu forkosningunum sem fóru fram í Iowa í síðustu viku fengu þau bæði á milli 49% og 50% atkvæða og í mörgun sýslum var sigurvegari valinn með hlutkesti , en Clinton vann þau öll.

Donald Trump vann öruggan sigur í forvali Repúblikana, en hann fékk um það bil 35% atkvæða. Trump tapaði fyrstu forkosningunum fyrir Ted Cruz en Cruz náði þriðja sætinu í nótt með um 11,8% atkvæða. Í öðru sæti var  John Kasich, sem fékk 15,5% atkvæða. Enn er verið að telja atkvæði en mjótt er á milli Marco Rubio, sem var í þriðja sæti í Iowa og Jeb Bush en þeir eru báðir með um það bil 10,5%.