Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur náð að hafa umtalsverð áhrif á gengi hlutabréfa. Ekki hefur þurft meira til en nokkur tíst eða ummæli um ákveðin iðnað til þess að hreyfa við verðinu.

Lyfjafyrirtæki virðast nú vera nýjasta fórnarlambið, en gengi bréfa í helstu lyfjarisunum tóku niðursveiflu í dag. Ástæðan er sú að Trump hefur boðað breytingar og vill þvinga lyfjafyrirtækin í meiri samkeppni.

Hann segir bandaríska ríkið til að mynda vera stærsta kaupanda lyfja í heiminum og furðar sig á því að ríkið geri ekki meiri kröfur og reyni að lækka verð, með því að semja betur og með því að láta lyfjafyrirtækin gera tilboð.

Nasdaq Biotechnology vísitalan féll þar af leiðandi um nær 2,5% á sama tíma og Standard & Poor's 500 lyfjavísitalan féll  um 1,7%.