Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að leggja tolla á 50 milljarða dollara af kínverskum útflutningsvörum sem fluttar eru inn í Bandaríkin. Þetta kemur fram á vef CNN .

Búist er við því að þessi ákvörðun verði tilkynnt formlega í dag. Trump samþykkti þessar aðgerðir eftir fund með Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, Wilbur Ross viðskiptaráðherra og Robert Lighthizer, viðskiptamálaráðherra. Umræddur fundur fór fram í gær.

Þessi aðgerð Trump er líkleg til að gera samskiptin milli Kína og Bandaríkjanna enn stirðari, en löndin hafa staðið í deilum um viðskiptasamninga sín á milli um nokkurt skeið.

Fréttir frá Kína herma að kínversk yfirvöld muni bregðast við þessu með því að leggja tolla á jafn háa upphæð af útflutningsvörum sem Bandaríkin flytja inn til Kína, til dæmis bíla, flugvélar og soya baunir.