Donald Trump hefur rekið Sally Yates, sitjandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna (e. US attorney general), fyrir þær sakir að hafa dregið í efa lögmæti innflytjendabanns Trump.

Sally Yates var skipuð í embætti af Barack Obama sagði starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að framfylgja ekki tilskipun Donald Trump. Dana Boenta, sem var yfir dómsmálum í austurkjördæmi Virginíu, kemur í stað Yates. Honum hefur verið sagt að framfylgja forsetatilskipun Trump.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er sagt að Yates hafi „svikið“ deildina með gjörðum sínum. Bannið snýst um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bannaði tímabundna komu fólks frá sjö ríkjum þar sem meirihluti fólks er múslimatrúar.

Yates sendi frá sér bréf þar sem að kemur fram að hún var óviss um lögmæti gjörða Trump. Hún sagði að á meðan hún sat í embætti dómsmálaráðherra, gæti hún ekki staðið í innleiðingu tilskipunarinnar áður en hún væri handviss um að hún væri lögleg.

Hér er hægt að lesa frétt CNN um málið.